Ásýnd fyrirtækis er fjölbreytt og útbreidd. Mikilvægasti hluti hennar er þó ávallt starfsfólkið okkar og við viljum því að þau geti hvert og eitt borið merki Landsvirkjunar fallega og með stolti. Þar að auki snúast góðar merkingar á fatnað um sýnileika og öryggi okkar fólks.
Nota skal myndmerkið stakt, eða útgáfu merkis með orðmerki. Ekki er leyfilegt að slíta merki og tákn í stundur á sama fleti eða hlið.
Á sýnileikafatnaði skal merkið vera í einlit. Á öðrum fatnaði má merkið vera í einlit eða tvílit.
Mál á merki inniheldur alltaf lágmarks andrými merkisins. Andrými merkisins myndar því gegnsæjan ramma í kringum merkið sem ekki má skerða.
Merkið skal ávalt prenta í 2 litum, þegar bakgrunnur og prentun bjóða upp á það. Á fatnaði í öðrum lit en litum Landsvirkjunar skal ávallt prenta merkið í einlit, sem og þegar um silkiprent er að ræða.
Merki skal standa á hreinum bakgrunni og aldrei nær saumi heldur en andrými merkisins gerir ráð fyrir.
Merkið skal annað hvort vera í bláa litnum Himinn eða hvítt, — allt eftir bakgrunnslit flatarins.
Vinnufatnaður er allur svartur og gulur. Ekki er heimilt að nota bláan, appelsínugulan eða aðra liti.
Við merkingar á öryggishjálmum skal merki sitja stakt á framhlið og orðmerkið stakt á báðar hliðar. Þá má merkja hjálma með nafni á hliðum, í stað orðmerkis.
Bláir hjálmar fyrir starfsfólk Landsvirkjunar og hvítir fyrir gesti. Ekki heimilt að nota aðra liti.
Við merkingar á sýnileikafatnað fyrir vesti skal merkja bæði framhlið og bakhlið.
Við merkingar á sýnileikafatnað fyrir úlpur og jakka skal merkja bæði framhlið og bakhlið. Einnig má merkja flík með nafni á framhlið.
Við merkingar á skyrtum skal merkja framhlið þeirra. Einnig má merkja flík með nafni á framhlið.
Við merkingar á bolum skal merkja framhlið. Skulu litir bolanna vera í takt við litapallettu Landsvirkjunar.
Merkja má fatnað með mynstrum Landsvirkjunar á framhlið flíkur. Ekki skal blanda ólíkum mynstrum saman.
Við merkingar á sýnileika fatnað fyrir hlífðar- eða smekkbuxur skal einungis merkja á framhlið.
Ef einhverra ástæðna vegna ekki er hægt að merkja tilteknar flíkur samkvæmt ofangreindum reglum skal hafa samband við tengilið.