Myndmál 

Sterkt og fjölbreytt myndmál er það verkfæri sem við notum til að sýna inn í raunverulegan heim Landsvirkjunar. Með því getum við sagt sögur, útskýrt á fræðandi hátt og gefið öllu efni líf.

Myndskreytingar

Við notum myndskreytingar til að lýsa kraftinum og gera flókin atriði einföld. Stíllinn er tæknilegur, litríkur og viljandi einfaldur til að auka skilning.

Tákn

Þessar litlu, en mikilvægu, myndir nýtast sem upplýsingaveita, sem hluti af notendaviðmóti og sem stoðefni.

Útlit táknana hafa vísun í merkið okkar og geta verið glædd lífi með hreyfingum og snarpri viðkomu orkuskots litnum.

Ljósmyndir og myndbönd

Falleg náttúran, samspil hennar við mannvirkin okkar sem og starfsfólkið er eitthvað sem við höfum lagt mikla áherslu á að festa á mynd og myndbönd. Þetta efni er ríkulega notað í ásýndinni og í sífeldri endurnýjun.

Vörumerkjagátt landsvirkjunar

Myndir, sniðmát & fleira handhægt efni

Með því að tengjast vörumerkjagátt Landsvirkjunar, færð þú aðgang að safni efnis og einingum sem má nota til að byggja upp ásýnd fyrirtækisins.